Bifhjólafélagið Skuggarnir
Mótorhjólasafnið
Fréttir 2012
20. júní 2012
Frumsýning BMW GS 2012 23. júní
Reykjavík Motor Center, sem er með umboð fyrir BMW hjól á Ísland, verður með frumsýningu á BMW GS 2012 hjólum laugardaginn 23. júní í húsnæði Reykjavík Motor Center við Holtaveg.

Auglýsing
13. júní 2012
Geysisferð Postula 16. júní
Geysisferð Postula verður laugardaginn 16. júní.
Már heiðurspostuli á Geysi býður öllum uppá kaffi og kökur í frábæru umhverfi.

Auglýsing
6. júní 2012
Slitlag undir Akrafjalli
Bendum á að það er verið að leggja slitlag undir Akrafjalli (Arkarlæk til Fannahlíðar afleggjarans).
Það gæti því verið öruggara að fara gangnamegin við Akrafjallið sem stendur.
25. maí 2012
2. júní Hópkeyrsla Grindjána
Hópkeyrsla Grindjána, sjóarinn síkáti.
Auglýsingin þeirra: Mæting á bílaplaninu við Bláa Lónið, laugardaginn 2.júní.
Lagt af stað þaðan kl 14:00 og ekið inní Grindavík, hjólum síðan lagt á planinu við N1 til sýnis fyrir gesti.
25. maí 2012
28. maí Mótorhjólamessa
Mótorhjólamessa í Digraneskirkju.
Annan dag hvítasunnu
28. maí kl 20
Sjá auglýsingu
Kraftaklerkur Borgari
25. maí 2012
28. maí Dropinn
Þar sem að við ætlum að taka á móti krökkum úr Dropanum á mánudaginn þá skulum við hittast hjá Skútunni klukkan 15:00 til að geta farið öll saman en ekki eitt í einu.
Kv Freysi #10 Oddviti Skugga.
2. maí 2012
12. maí Raftasýning
Bifhjólasýning Raftanna 2012.
Laugardaginn 12. maí frá klukkan 13-17 í Hjálmakletti, Borgarnesi.
Sjá auglýsingu Mynd PDF
2. maí 2012
5. maí Skoðunardagur Arna
Laugardaginn 5. maí er skoðunardagurinn hjá Örnum í Reykjanesbæ.

Skoðað verður hjá Frumherja sem opnar stundvíslega kl. 10:00 og verður grillað í liðið.

Skoðunarverð á hjól er 2.480 kr. (almennt verð er rúmlega 5.000)
28. apríl 2012
1. maí keyrslan
Nú líður að hinni árlegu 1maí keyrslunni og við skulum safnast saman hjá ÓB klukkan 10:00 og leggja af stað 10:30.
Vonast til að sjá sem flesta með stífbónuð hjól.
24. apríl 2012
Póstlisti Lím
Hvetjum allt bifhjólafólk að skrá sig á póstlista LÍM.
Póstlistinn mun verða notaður til að koma áríðandi skilaboðum um öryggis og hagsmunamál til bifhjólafólks.
Í krafti fjöldans eru okkur allir vegir færir.
www.lim.is/postlisti
24. apríl 2012
Myndir - Sumardagurinn fyrsti 2012
Það eru komnar inn myndir frá sumardeginum fyrsta 2012.
Sjá myndir hér.
Bestu kveðjur Skuggar.
23. apríl 2012
Grín og glens - Konan kom heim angandi af rakspíra
Vandamál karla eru oft ekki þau sömu og kvenna.
Á kaffistofuna barst bréf sem maður skrifaði þegar hann óskaði ráðlegginga í vandamáladálki fjölmiðils

Mig vantar svar við vandamáli. Þannig er að konan mín vinnur oft lengur en hún þarf og kemur seint heim og angar þá af rakspíra.
Hún brjálast ef ég skoða gsm-inn hennar og fær oft dularfull símtöl í heimasímann sem hún neitar að segja frá. Hún er stundum úti á kvöldin og er þá keyrð heim af ókunnum vini.

Einu sinni ætlaði ég að njósna og finna út hver þessi óþekkti maður væri. Rétt áður en hún kom heim læddist ég út og faldi mig á bak við mótorhjólið mitt. Þá sá ég olíuleka á hjólinu.

Og nú spyr ég; er eðlilegt að það komi olíuleki á hjól sem er aðeins búið að keyra 20.000km?
26. febrúar 2012
Myndir - Sýning á írskum dögum 2010
Var að setja inn myndir frá sýningu á írskum dögum 2010.
Sjá myndir hér.
Bestu kveðjur Skuggar.
>
Fréttir 2012