Bifhjólafélagið Skuggarnir
Mótorhjólasafnið
Fréttir 2011
4. júlí 2011
Bolir

Sælt veri fólkið og takk fyrir frábæra sýningu á laugardag.

Nú er ég kominn með þessa frábæru stuttermaboli með merki Skugga og verðum við með þá til sölu á (nánast) kostnaðarverði 2000kr.

Bolirnir verð til sýnis á fundinum á morgun sem verður haldinn í Blikksmiðjunni Akursbraut 11, en þar sem við erum ekki búin að fá neina stóla og borð á nýja staðin þá hittumst við áfram í smiðjunni....enda kostar kaffið ekki neitt ;)

Hlakka til að sjá ykkur sem flest.

kv Sævar
Skuggi nr 029.

Potato run 2011

5. júní 2011
Öryggisdagur bifhjólamanna 13.júní 2011

Öryggisdagur bifhjólamanna fer fram við Digraneskirkju 13.júní 2011

Sjá nánar auglýsingu hér til hægri

29. maí 2011
Hópkeyrsla Grindjána á sjómannadaginn 4.júní 2011

Mæting á bílaplaninu við Bláa Lónið kl 13:30

Lagt verður af stað kl.14:00 og ekið inn í Grindavík, hjólum lagt á planinu hjá N1 til sýnis fyrir gesti.

Í boði N1 verða grillaðar pylsur og gos að keyrslu lokinni.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Smellið á myndina hér til hægri til að sjá auglýinguna á PDF formi

23. maí 2011
Afmælissýning Drullusokka 28.maí 2011

Sælir

Í tilefni af 5 ára afmæli MC Drullusokka verður haldin mótorhjólasýning í Vestmannaeyjum þann 28 maí n.k. Umkvöldið verður síðan afmæliskvöldverður með tilheyrandi gleði.

Allir velkomnir að mæta og þeim sem hafa áhuga er velkomið að setja hjól sín á sýninguna. Við ætlum að biðja ykkur að setja meðfylgjandi auglýsingaplakat inná heimasíðu ykkar og vonum við að sem flestir mæti og heiðri Drullusokka á afmælinu.

Kveðja
MC Drullusokkar

16. apríl 2011
Keyrsla sumardaginn fyrsta
Nú er dagskráin komin fyrir hina árlegu keyrslu á sumardaginn fyrsta, sjá hér fyrir neðan.

Smellið á auglýsinguna til að sjá hana stærri

11. apríl 2011
Ernir kynna 10 ára afmælishátíð

Ernir kynna 10 ára afmælishátið

Hjólasýning í Reykjaneshöllinni 14.maí kl. 11-17. Frítt inn

Kaffi og kökur fyrir gesti. Hoppukastalar, kynning og sala á ýmsum varningi. Tónlistaratriði o.fl. Skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Sjá PDF skjal hér

Smelltu á auglýsinguna til að sjá hana stærri á PDF formi

>
Fréttir 2011