Bifhjólafélagið Skuggarnir
Mótorhjólasafnið
Fréttir 2010
25. september 2010
Jarðarför á ferðafrelsi

Sælt veri fólkið.

Bið ykkur að skoða þetta og ef veður verður gott þá væri gaman að fjölmenna á þetta. Kemur í ljós síðar.

Bestu kveðjur
Freysi

Sjá PDF skjal hér

2. september 2010
Ljósanóttahelgin 2.-5.september 2010
Ágætu hjólafélagar !


Þá er komið að stærstu helgi ársins hjá klúbbnum okkar, Ljósanóttahelgin. Eins og undanfarin ár þá hefst hátíðin okkar með grilli hjá OB á Fitjunum á laugardaginn 4.september kl. 13:00, grillað verður til kl. 14:00 en þá verður farinn smá hringur um Skagann, síðan verður safnast saman við Nesvelli, lagt af stað niður Hafnargötuna kl. 15:00.

Bestu hjólakveðjur
Ernir, Bifhjólaklúbbur Suðurnesja
15. júní 2010
Salvation Riders MC Iceland
Helgina 19.-20. júní stendur mikið til hjá Salvation Riders MC Iceland.
Við verðum á Hólmavík í félagsheimilinu með kvöldvöku.
Þar verður létt og lifandi stemmning með hljómsveit og glaðværum félagsskap.
Opið öllum og kostar ekki neitt. (Ætli heimamenn noti ekki tækifærið og skoði “Zirkusinn” sem kominn er í bæinn).

Aðal tilefnið er Mótorhjólamessa í stíl við það sem við gerum í Digraneskirkju á annan í hvítasunnu, nema hvað að Salvation Riders MC Iceland og Kick-hópurinn sjá alfarið um messuna. Séra Íris (Skutlan “Sérann”) og séra Gunnar (Kraftaklerkur) halda utanum messuna.
Þetta er tilraun til þess að fara með mótorhjólamessuna í Digraneskirkju út fyrir höfuðborgarsvæðið, svo allir fái tækifæri til þess að hjóla svolitla vegalengd.
Þar sem Hólmavík er ekki stórborg og gera má ráð fyrir töluverðum fjölda hjólamanna er nauðsynlegt fyrir þau sem sjá um að fóðra mannskapinn (veitingarstaðirnir) að gera sér einhverjar hugmyndir um það hversu mörg læri á að taka úr frysti.
Farið endilega á síðuna okkar www.salvationriders.blogspot.com og látið vita af ykkur þar í “commentum”.
Á síðunni eru líka tilgreindir gististaðir og veitingastaðir á Hólmavík (sem okkur er kunnugt um).
Með hjólakveðju, Salvation Riders.
27. maí 2010
Skoðunardagur Arna og Frumherja 29.maí 2010
Sæl verið þið.
Skoðunardagurinn hjá Örnum og Frumherja verður á laugardaginn milli kl 10:00 – 16:00 í Njarðvík og það er áætlað að hittast hjá ON kl 10:00 og leggja af stað 10:30. 50% afsláttur er á skoðunargjaldi og boðið verður upp á grillaðar pylsur í hádeginu á meðan birgðir endast í boði Arna.. Bestu kveðjur
Freyr Breiðfjörð Garðarsson (Freysi)
GSM:8497104
VinnuGSM:8926433
27. maí 2010
Hópkeyrsla Grindjána - Sjóarinn síkáti 5.júní 2010
Smellið hér til að sjá nánar...
Bestu kveðjur
Freyr Breiðfjörð Garðarsson (Freysi)
GSM:8497104
VinnuGSM:8926433
16. maí 2010
Öryggisdagur bifhjólamanna 24.maí 2010
Sæl verið þið.
Þetta er hin árlega hjólamessa og margir mæta á hana þar sem Kraftaklerkur messar yfir liðinu.
Sjá nánari dagskrá með því að smella hér.

Bestu kveðjur
Freyr Breiðfjörð Garðarsson (Freysi)
GSM:8497104
VinnuGSM:8926433
16. maí 2010
Reynsluakstur á Harley Davidson V-Rod
13. maí 2010
Raftasýning laugardaginn 15.maí 2010

Vegna sýningardags Rafta

Vinsamleg tilmæli er um að virða hámarkshraða innan bæjamarka. Við verðum í bandi við lögreglu ef um stóra hópa er að ræða sem eru að koma á sama tíma. Sérstaklega er tekið fram að ekki verði tekið reykspól á Menntaskólalóð. Athugið að frítt er í göngin fyrir hjólamenn frá kl. 13.00 til 18.00 á laugardaginn.Vonumst til að sjá sem flesta.

Hér er dagskrá Raftasýningar.

Langar að vekja sérstaka athygli á Racer atriðinu kl.14.00 á Borgarbraut. Þar taka vel þjálfaðir ökumenn racerhjól sín til kostanna og aka á afturdekkinu einu saman. Þetta verður einstaklega skemmtilegt og spennandi atriði að horfa á.

13.30 - 14.00 Sandcross

14.00 - 14.30 Racer show á Borgarbraut.

14.30 spilar Stórhljómsveit Bifhjólamanna nokkur lög. Notað verður áður óþekkt gerð af Yamaha hljóðfæri.

15.00 og 16.00 sýna ökumenn Trial hjóla listir sínar við Menntaskólann.

Fullt hús af hjólum og fallegu dóti. Og ekki má gleyma dásamlegu vöfflunum okkar.

Frítt inn.

Fyrir hönd Sýningarnefndar.
Torfi Raftur

6. maí 2010
Raftasýning 2010

Já komið öll sæl og blessuð.
Hér kemur dagskráin frá Röftunum fyrir laugardaginn 15.maí. Ég tel að við ættum að safnast saman hjá ON um 13:00 og leggja af stað 13:30 sem er fínn tími. Vonast til að sjá sem flesta, minni á félagsgjöldin og merkin.

Kveðja, Freysi.
2. maí 2010
Mótorhjólaiðnaður 2009
Hjörtur L. Jónsson hefur gert heljar mikla samantekt á þeim kostnaði sem hjólamenn og konur þurfa að standa straum af og rennur að stórum hluta í ríkissjóð.

Smellið hér til að sjá PDF skjal með þessari samantekt
2. maí 2010
Myndir frá Sumardeginum fyrsta
Var að bæta við myndum í myndasafnið frá Sumardeginum fyrsta. Fyrir nokkrum dögum komu myndirnar sem vefsjtóri síðunnar tók, en nú er búið að bæta myndum formannsins, Freysa, við.

Freysa myndir frá Sumardeginum fyrsta
Bjarka myndir frá Sumardeginum fyrsta
27. apríl 2010
1.maí skipulag
Sælt veri fólkið

1. maí er á laugardaginn og ætlunin er að fara suður eins og venjulega því það er okkar skylda.
Í ár verða áherslur aðeins meiri en að minna fólk á að við hjólafólk eru komin á göturnar eins og sjá má hér fyrir neðan.
Við skulum hittast hjá ON kl 9:45 og leggja af stað 10:10 STUNDVÍSLEGA.

Hlakka til að sjá ykkur.

Smellið hér til að sjá PDF skjal með dagskrá dagsins

Kveðja, Freysi


Biker Ball
Eftir að hafa hjólað frá okkur mest allt vit í hópkeyrslunni um daginn þá ætlum við að skemmta frá okkur því viti sem eftir er að kvöldi 1. maí á Players Kópavogi. Rokk/blues bandið Síðasti Séns leikur fyrir dönsum og djammi með DJ Mikkólf sér til halds og trausts. Miðaverði hefur verið stillt í hóf og inn kostar litlar 1500 krónur íslenskar. Ekki þýðir að borga með erlendum gjaldeyri, við komust hvort eð er ekkert út til að eyða honum. Bandið samanstendur af þaulreyndum djammhundum sem marga fjöruna hafa sopið og DJ Mikkólfur hefur sopið þær tvær eða þrjár, enda fjöru áhuga maður mikill. Rokk, Ról og Mótorhjól.
Kveðja, Sniglar
27. apríl 2010
Burnout 2010 sýning og Biker Ball
Dagana 30. apríl til 2. maí verður haldin Burnouthelgin 2010 sem er samstarfsverkefni Snigla, Kvartmíluklúbbsins og BÍKR.
Burnouthelgin 2010 mun bjóða upp á dagskrá við allra hæfi og þar á meðal sýningarviðburð sem verður sennilega sá stærsti síðan Sýningarhöllin Ártúnshöfða var og hét.

BÍKR mun standa fyrir brautarrallý af bestu gerð og fleiri uppákomum á Samskipasvæðinu við Holtagarða.
Á sýningunni verða sýnd um 200 tæki, sportbílar, kvartmílutæki og þar af um 100 mótorhjól á tæplega 8000 fermetrum.

Gamalt og sérstakt er markmið Snigla með mótorhjólahluta sýningarinnar en mótorhjól verða sýnd á um 2500 fermetrum og markmiðið að draga fram bæði gömul og sérstök mótorhjól.
Á sýningunni verða margir fallegir gripir sem sumir hverjir hafa ekki verið sýndir áður svo sem Hendeson 1918 gert upp af Grími Jónssyni.
Ýrr í Tatoo bike verður með Airbrush á sýningunni og sprautar og selur boli. Einnig verða hjól sem hafa verið skreytt með Airbrush á sýningunni.

Kynning verður á Mótorhjólasafni Íslands og margir gripir safnsins á svæðinu. Innkoma Snigla af þessari sýningu mun öll renna til Mótorhjólasafns íslands (www.motorhjolasafn.is) og forvarnarverkefna á vegum umferðarnefndar samtakanna. Umferðarnefnd mun meðal annars dreifa límmiðum með áletruninni „Sérðu mótorhjól? – Líttu aftur!“ til að setja í bílrúður á sýningunni. Ef þú hefur áhuga á að sýna hjól á sýningunni, hafðu samband við Berg í 1831@sniglar.is
25. apríl 2010
1.maí keyrsla Snigla
Á 1. Maí hefur um árabil verið haldinn forvarnardagur Snigla, með hópkeyrslu um borgina til að minna aðra vegfarendur á að mótorhjólin eru komin út á göturnar. Þetta ár er engin undantekning og er ætlunin nú sem fyrr að minna rækilega á okkur á götum borgarinnar. Undanfarin ár hefur hópkeyrslan verið farin eftir stofnbrautum en ef allt gengur upp þetta árið má reikna með að farin verði mun skemmtilegri og meira áberandi leið. En 1. maí er líka dagur mótmæla og ætlum við með keyrslunni einnig að vekja athygli á því misrétti sem til stendur að beita mótorhjólafólk með tilkomu nýrra umferðarlaga sem liggja fyrir alþingi, háum sköttum á bensíni og ósanngjörnum vörugjöldum á hlífðarfatnaði. Það er hagsmuna mál okkar allra að mótorhjólafólk sitji við sama borð og aðrir vegfarendur og okkur sé gert kleift að gera mótorhjól að valkosti sem farartæki og verja okkur gegn slysum án þess að vera beitt „Refsisköttum“. Við hvetjum alla til að mæta í keyrsluna og sýna samstöðu mótorhjólafólks í verki !
Kveðja Freysi
24. apríl 2010
Afmælisveisla Postula
Postular eru að bjóða í svaka afmælisveislu þann 1.maí...
Sjá nánari dagskrá

Vefsíða Postula
19. apríl 2012
Mótorhjólakeyrsla
...og tónleikar á Sumardaginn fyrsta.
Sjá nánari dagskrá hér
Bifhjólafélagið Skuggar
8. febrúar 2010
Aðalfundur Skugga
Aðalfundur Bifhjólafélagsins Skuggar verður haldinn þriðjudaginn 16.febrúar á Skrúðgarðinum kl 20:00.
Bifhjólafélagið Skuggar
>
Fréttir 2010