Bifhjólafélagið Skuggarnir
Mótorhjólasafnið
Fréttir 2009
29. nóvember 2009
Jólahjólaball Snigla 2009
25. ágúst 2009
LÍM dagurinn 28.ágúst 2009
26. maí 2009
Tjaldstæði og Blúshátíð
Sælt veri fólkið, mig langar að biðja ykkur að setja á vefina hjá ykkur og eða senda félagsmenn ykkar kynningu á blúshátíð sem fer fram í Rangárvallasýslu um Hvítasunnuna og auglýsingu á tjaldstæði sem ég verð með opið í sumar og er tilvalið fyrir klúbba/félög/samtök að nýta sér. Í Oddsparti verður hluti af blúshátíðinni og því tilvalið að koma í útilegu hingað.

Einnig vil ég bend á hópakstur með Krúsklúbbnum, í samandi við Blúshátíðina sem fer frá Bíldshöfða 18 kl.18 á föstudag (næstkomandi).
Sjá nánar á hotelhvolsvollur.is

Kær kveðja og von um gott hjólasumar

Dagrún mótorhjólabóndi í Oddsparti, Þykkvabæ

S: 8217470
26. maí 2009
Hópkeyrsla Grindjána 6.júní
Mæting á bílaplanið við Bláa Lónið kl 14, laugardaginn 6.júní ´09.
Lagt verður af stað kl.14:30 og ekið inn í Grindavík, og hjólum lagt á hátíðarsvæðinu til sýnis fyrir gesti.

Boðið verður upp á veitingar að keyrslu lokinni.

Vonumst til að sjá sem flesta.
4. maí 2009
Nýtt logo Skugga
Bifhjólafélagið Skuggar eru loksins komnir með nýtt logo.
15. apríl 2009
Hópkeyrsla á Sumardaginn fyrsta
Jæja þá er komið að fyrstu skipulögðu hópkeyrslunni í ár. Það voru um 500 hjól í fyrra sem enduðu hjá Café Mörk en um 300 hjól sem fóru Hvalfjörðinn. Við skulum hittast hjá ON (Olís nesti) kl 10:45 og leggja af stað upp úr 11:10.
Fyrir hönd Skugga.
Freysi - GSM 8497104.


ÁRLEG SKAGAKEYRSLA SNIGLA Á SUMARDAGINN FYRSTA.
DAGSKRÁ
Kl. 10:45 Mæting hjá ON (Olís nesti)
Kl. 11:10 Lagt af stað frá ON
Kl. 12.00 Mæting við Shellstöðina við Vesturlandsveg
Kl. 12.30 Lagt af stað
Kl. 13.30 Ferstikla -
Kl. 14.00 Lagt af stað frá Ferstiklu.
Kl. 14.30 Komið í Mörkina á Akranesi og veitinga notið
Sértilboð fyrir Snigla og gesti þeirra á Shellstöðinni á Akranesi
>
Fréttir 2009