Bifhjólafélagið Skuggarnir
Mótorhjólasafnið
Fréttir 2008
30. nóvember 2008
Vetrarsorgardrykkja 1 nóv á Grand Rock

Sælir félagar.
Bara minna á vetrarsorgardrykkju Snigla sem verður að þessu sinni haldin á Grand Rock.
Dark Harvest ætlar að halda uppi fjörinu fram eftir nóttu.
Endilega komið og hitta gamla og nýja félaga,
Hlökkum til að sjá ykkur.

Hljómsveitin Dark Harvest heldur uppi stuðinu frá ca 23 út í nóttina.
Húsið opnar kl 21 og er aðgangseyrir aðeins 1000 kr íslenskar.
Tilboð verður á barnum.
Bjór og skot á 1000kr
Einfaldur á 600 kr.
Drekkjum sorgum okkar saman í tilefni þess að komast ei lengur út að hjóla næstu mánuðina.
Allir velkomnir.

kveðja
Anna Björnsdóttir
Ritari
#1841
Email 1841@sniglar.is
S: 8402269
4. september 2008
Ljósanótt Reykjanesbæ
Ljósanótt laugardaginn 6. september.
Eins og undanfarin ár verður grillað hjá ÓB bensíni í Njarðvík, grillað verður frá kl. 13:00 – 14:00, að grilli loknu verður tekinn smá hjóltúr um Reykjanesið og síðan safnast saman við planið hjá Samkaup í Njarðvík, lagt síðan af stað frá Samkaup kl. 15:00 og hjólað niður Hafnargötuna og endað á planinu hjá SBK. Viljum við hvetja allt hjólafólk til að mæta og taka þátt í þessum hjóladegi með okkur !
Með hjólakveðju.
14. júlí 2008
Lógó
Okkur vantar hugmyndir um lógó fyrir félagið. Þeir sem hafa einhverjar góðar hugmyndir verða endilega að koma með þær á fundi og ekki væri verra ef þeir gætu teiknað gott lógó. Endilega komið og tjáið ykkur um lógó.
Fyrir hönd Skugga, kv Freysi
Hjólaferð N1 Nitró
Burnout 2008
Sæl og blessuð öll sem eitt,

Nú heldur Kvartmíluklúbburinn sína árlegu bílasýningu en þó með stórri viðbót þetta árið og það eru hjólin, í ár eru um 70 hjól á sýningunni og mörg þeirra hafa aldrei áður sést á sýningum auk þess að sum eru einu sinnar tegundar á landinu. Um er að ræða bæði gömul, nýleg og ný hjól auk þess sem þau eru af flestum gerðum.
Ég hef verið að spyrja mér eldri og reyndari menn hve mörg hjól hafa verið áður saman komin á sýningu og svörin sem ég hef hingað til fengið eru að þetta sé líklegast einn sá mesti fjöldi sem sést hefur á sýningu.

Vonumst við til að ykkar klúbbur geti sett inn smá auglýsingu um þennan viðburð (sendi auglýsingaplaggat með í viðhengi) svo að þeir sem hans vilja njóta fari ekki á mis við hann. Upplýsingar um hvar Kórinn er, er hér að finna: http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=31087.0
Ef nánari upplýsinga er þörf er hægt að senda mér póst á Honda@hive.is

Auk hjólanna eru rúmlega 300 bílar á sýningunni og margir þeirra í algerum sérflokki má meðal annars nefna að Fornbílaklúbburinn, Smábílaklúbburinn og Bílaklúbbur Akureyrar verða á svæðinu.

Með fyrirfram þökk

Kveðja, Regards
Edda Þórey Guðnadóttir
honda@hive.is
Sími: 661-6688

GLEÐILEGT SUMAR !!
Á sumardaginn fyrsta stóðu Sniglar fyrir hópkeyrslu eins og venjan er og var förinni heitið upp á Skaga og kíkt í kaffi til Jóa og Siggu á Mörkina. Við Skuggar og fleiri hittumst upp á Olís Nesti um 11:15 og fórum saman 9 hjól suður og komum snemma á Shell á Vesturlandsvegi sem betur fer, því planið var fljótt að fyllast og voru slatti af hjólum þegar komið. Fólk sem kom á planið og ætlaði að taka bensín á einkabílana átti í erfiðleikum með að komast að og frá dælunum. Lagt var af stað stundvíslega kl 13:00 og stefnan var tekin á Hvalfjörðinn enda var veður mjög gott. Runan var svo löng að þegar fyrsta hjólið var að keyra út úr Botni þá var síðasta hjólið að skríða inn í Botn frá Brynjudalnum. Það var ekki stoppað fyrr en á Ferstiklu þar sem kaffi og pissuskálar biðu eftir okkur. Addý formaður Snigla reyndi að telja hjólin á planinu með smá hjálp og sú tala endaði í 333 hjólum + - eitthvað en það var ofboðslega erfitt að telja hjólin því þau voru í belg og biðu á planinu. Það var gjörsamlega stappað og ekkert sást í planið. Lögreglan frá Borgarnesi var tilbúin að koma og stoppa umferðina fyrir okkur inn á þjóðveg 1 og því þurftum við að bíða í smá stund eftir henni. Þegar við lögðum af stað frá Ferstiklu þá mátti ekki miklu muna því um leið og fyrsta hjólið var komið að gatnamótunum þá kom lögreglan en Addý og racer gaurar á hennar snærum voru komin á gatnamótin og tilbúin að stoppa umferðina. Addý taldi 397 hjól inn á þjóðveginn og runan var mjög löng. Þegar á Skagann var komið þá átti Skagalögreglan að stoppa umferð á ljósunum en var ekki tilbúin og því slitnaði runan, því miður. Við stoppuðum á Mörkinni þar sem bakkelsi var tilbúið fyrir okkur og Jói var búinn að loka stubbnum frá Mörkinni að Vesturgötu en það var ekki nóg svo hann lokaði Merkurteig, það var svo mikið af hjólum að hann stökk til og lokaði við gangbrautina hjá gamla Landsbankanum við Akratorg. Það voru rúmlega 500 hjól fyrir utan Mörkina og það er frábær mæting, langt umfram væntingar.

Þvílíkar kræsingar sem biðu eftir okkur inn á Mörkinni en Jói og Sigga voru búin að standa í bakstri síðustu vikur til að eiga nóg ofan í fjöldann. Þess má til gamans geta að 1.maí keyrslan í fyrra þá var slegið met í þátttöku, um 670 hjól mættu í þá keyrslu en hvernig verður það í ár ef 500 hjól taka þátt í keyrslu á sumardaginn fyrsta. Þetta er orðinn árlegur viðburður og er heldur betur farinn að vinda upp á sig varðandi mætingu í keyrsluna. Í fyrra (2007) mættu tæplega 200 hjól og árið þar á undan (2006) mættu um 60-70 (ef ég fer með rétt mál og tölur) en ég man ekki hvort að Sniglarnir komu upp á Skaga árið 2005 á sumardaginn fyrsta.

Smellið hér til að sjá myndir frá Sumardeginum fyrsta

Við viljum koma á framfæri þakklæti til Jóa og Siggu fyrir frábærar móttökur, öllum hjólamönnum sem tóku þátt í keyrslunni og stjórn Snigla.

Fyrir hönd Skugga,
kveðja Freysi
29. apríl 2008
Ernir Bifhjólaklúbbur býður til opnunarhátíðar Arnarhreiðursins

Laugardaginn 3.maí býður Ernir öllu hjólafólki og velunnurum til opnunarhátíðar Arnarhreiðursins á Vallarheiði. Húsið verður opið frá kl 13:00 til 15:00.
Kl 20:00 verður síðan sérstök opnun fyrir félagsmenn Arna
Sjáumst sem flest á laugardaginn
Stjórn Arna

21. apríl 2008
Dagskrá Trúboða á Sumardaginn fyrsta
Kæru félagar.

Nú er farið að styttast í „sumardaginn fyrsta“. Þá stendur mikið til, fyrsta hópkeyrslan og tækifæri til að hittast og sjá hvað er að gerast. Mikil dagskrá verður þennan dag og eins og undanfarið þá munum við keyra Hvalfjörðinn, stoppa á Ferstiklu og síðan fara í heimsókn í Mörkina á Akranesi. Síðan verður haldið áfram að keyra og bjóða félagar okkar í Trúboðum til hópkeyrslu frá Hvalfjarðargöngum að Hátúni 2 í Reykjavík þar sem verður boðið upp á tónleika. Nú stendur til að gera „auglýsingu“ og er hugmyndin að setja saman Logo allra þeirra klúbba sem vilja vera með. Þegar auglýsingin er tilbúinn þá mun hún vera sendi til allra klúbbana og geta þeir þá sett hana inn á heimasíður sínar. Markmiðið með þessu er að sýna fram á það að mótorhjólafólk stendur saman, og vill leggja sitt að mörkum til að auka umferðaröryggi. Tekist hefur að fá til liðs við þetta átak tvö tryggingarfélög, Umferðarstofu, Lögregluna, Landsbjörg, Landhelgisgæsluna og sjúkraflutningamenn. Þeir sem munu koma fram á tónleikunum eru KK, Palli Rós., Lögreglukórinn, Gospelkór Fíladelfíu og Pétur Hrafnsson. Á tónleikunum munum við verða með sérstakan stand þar sem gaman væri að hver og einn klúbbur kæmi með fánann sinn og setti hann þar. Nú væri gott að allir sýndu samstöðu og sendu Logoin sín á netfangið trubodar@trubodar.com , gott væri ef þetta væri komið næstkomandi þriðjudag. Yfirskrift dagsins verður: Þín varkárni – allra öryggi !

Dagskrá
Kl.12.30 Mæting á Shell, Vesturlandsvegi.
Kl.13.00 Lagt af stað, stundvíslega!
Kl.14.00 Áætlaður komutími í Ferstiklu, háltíma stopp.
Kl.14.30 Laggt af stað frá Ferstiklu.
Kl.15.00 Komið í Mörkina á Akranesi, hvíld og veitingar.
Sértilboð til Snigla á Shell Akranesi.
Formlegri dagskrá Snigla lokið en hópkeyrsla Trúboða tekur við og hefst við Hvalfjarðargöng.
Kl.16.00 Mótorhjólalögreglan leiðir hópkeyrslu, Landsbjörg og sjúkrabílar á eftir og þyrla Gæslunnar fyrir ofan
Kl.16.15 Hægt verður að koma inn í hópkeyrsluna við KFC í Mosfellsbæ.
Kl.16.30 Hjólin, lögreglu-, sjúkra- og björgunarbílar fylla planið við Hátún 2; tækifæri til að skoða og Landsbjargarkonur munu sjá um hlaðið borð kræsinga.
Kl.17.30 Mótorhjólatónleikar. KK, Lögreglukórinn, Umferðarstofa, Palli Rós., Gospelkórinn, Pétur Hrafnsson, lokaorð Gunnar sterki.
11. apríl 2008
Fundartímar í apríl
Haldinn var fyrsti aðalfundur hjá Skuggum á Café Mörk en það var leikur í meistaradeildinni á sama tíma og því var þétt setið á Mörkinni og lítið um pláss. Fundir verða færðir yfir á mánudaga kl 20:00 út apríl mánuð á meðan að meistaradeildin stendur yfir. Það er komin dagskrá hjá Sniglum varðandi sumardaginn fyrsta og planið er að fara suður og keyra með þeim upp á Skaga. Mæting verður á Olís Nesti kl.11:15 og lagt af stað suður kl.11:40.

Sjá nánari dagskrá á forsíðu Sniglanna: www.sniglar.is
Kveðja Freysi.
11. mars 2008
Aðalfundur Skugga 8.apríl nk.
Haldinn verður aðalfundur hjá Skuggum þann 8. apríl á Café mörk. Nú á næstunni eru tvær mikilvægar keyrslur (Sumardagurinn fyrsti og 1.maí keyrslan) og ekki látum við okkur vanta í þær.
Vona að sem flestir muni mæta með góða skapið og hjólaskapið og drekki dýrindiskaffi sem Jói mun bjóða upp á gegn vægu gjaldi.
Kveðja Freysi.
>
Fréttir 2008