Bifhjólafélagið Skuggarnir
Mótorhjólasafnið
Fréttir 2007
25. október 2007
Vetrarpartý
20. október 2007
Samúðarkveðja

Vottum fjölskyldu, aðstandendum og vinum bifhjólamannsins Magnúsar Jónssonar sem lést í umferðarslysi við Bláfjallaveg, okkar dýpstu virðingu og samúð á þessum erfiðu tímum.
Kveðja, Bifhjólafélagið Skuggar Akranesi.

22.ágúst 2007
Hópkeyrsla (Ljósanótt - 1. september 2007)

Kæra hjólafólk Ykkur er að venju boðið til grillveislu Arna og Olís á ljósanótt. Meðfylgjandi er dagskráin fyrir þann atburð. Vonumst til að sjá sem flesta. Allir velkomnir. Fyrir hönd Arna Bifhjólakúbbs Suðurnesja Karl Einar Ernir / Náttfari # 84

Dagskrá! Mæting inn við Olís í Njarðvík laugardaginn 1. september kl. 12:30. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og gos frá kl. 13:00 til 14:00 í boði Olís. Farið verður í hópkeyrslu frá Olís kl. 14:15 og hjólað léttan hring ekkert stopp á leiðinni þetta árið. Komið inn í Reykjanesbæ aftur um kl. 14:45 og hjólunum stillt upp við Samkaup fyrir hópkeyrsluna niður Hafnargötu. Lagt verður af stað kl. 15:00 frá Samkaup. Ferðin endar á SBK planinu. Í fyrra voru 300 hjól verða fleiri þetta árið? Vonumst eftir að sem flestir sjái sér fært að mæta. ALLIR VELKOMNIR

24. ágúst 2007
Hópkeyrsla 26.ágúst 2007

Sunnudaginn 26.ágúst (uppfærð dagsetning) verður á Akranesi farinn Hópkeyrsla til minningar um látna Bifhjólamenn.
Farið verður Akrafjallsveg þá leið sem strákarnir voru að fara til vinnu þegar slysið varð og verður boðið upp á kaffi og eitthvað með að keyrslu lokinni.
Aðal markmið Hópkeyrslunar er þó að minna á styrktarreikning mjög ungra barna Aðalsteins Davíðs sem lést á Akranesi í sumar.
Styrktarreikningurinn er í Landsbankanum á Akranesi og reikningsnúmerið er: 0186-15-380076 og kt. er 020775-3009.
Allir eiga að aka með háuljósin til að vera sýnilegri í dagsbirtunni.
Við þurfum að minna á mikla fjölgun hjóla á vegunum og því verði ekki breytt, því þarf að koma aukin fræðsla til allar ökumanna um aukið tillit til Bifhjóla í umferðinni.

Dagskráin er:
12:30 Safnast saman við Café Mörk.
14:00 Lagt af stað í hópkeyrslu.
Komið á leiðarenda og þegið kaffi og meðlæti.
Hvet alla til að mæta og láta aðra vita til að hjálpa okkur að sýna sem mesta samstöðu.

#588
Hafþór Pálsson
8650938

29. júlí 2007
Samúðarkveðja

Vottum fjölskyldu, aðstandendum og vinum bifhjólamannsins sem lést í umferðarslysi á Biskupstungnabraut í gærkvöldi, okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum.

Kveðja, Bifhjólafélagið Skuggar Akranesi.

19. júlí 2007
Samúðarkveðja
Aðalsteinn Davíð Jóhannsson (Alli)

Vottum fjölskyldu, aðstandendum og vinum Aðalsteins Davíðs Jóhannssonar (Alla), sem lést í umferðarslysi mánudaginn 16.júlí sl., okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum.

Kveðja, Bifhjólafélagið Skuggar Akranesi.

5. júní 2007
Hjólaferð N1-Nitro og postula

Laugardaginn 9.júní verður N1-Nitro ferð þar sem lagt verður af stað klukkan 11 frá N1-Nitro verslun að Bíldshöfða 9.

Allir bifhjólamenn nær og fjær eru boðnir velkomnir.

Smellið á myndina hér til hægri til að sjá auglýsinguna...

29. maí 2007
Bike-Night á Red Chili

Sæl öllVeitingastaðurinn Red Chili, mun í sumar bjóða upp á Bike Night öll fimmtudagskvöld frá kl. 20.
Tilboðsseðill, kaffi og kakó á góðu verði, hjólamyndbönd og tónlist og það eina sem þú þarft að gera er að mæta á hjóli.
ATH að þessi kvöld eru opin öllu hjólafólki, ekki eingöngu Sniglum.
Red Chili er að Pósthússtræti 13, 101 Reykjavík.
Við vonumst til þess að þetta leggist vel í fólk og að við sjáum sem flesta á Red Chili í sumar.
b.kv,
Stjórn Snigla

24. maí 2007
Hópkeyrsla Grindjána

Sælir félagar!
Okkur í Grindjánum bifhjólaklúbb og stjórn Sjóarans Síkáta langar að bjóða félögum úr öðrum klúbbum í heimsókn á sjómannadaginn þann 3.júní 2007.
Safnast verður saman á planinu við Bláa Lónið kl. 14:30 og lagt af stað stundvíslega.
Kl. 15:15 í hópkeyrslu inn á hátíðarsvæðið, þar stillum við hjólunum upp í raðir og höldum sýningu.

Með von um góðar undirtektir.
Hjólakveðja.
Kanslari Grindjána og stjórn Sjóarans Síkáta.

2. maí 2007
Félagsfundur verður á Cafe Mörk á næsta þriðjudag, 8.maí, klukkan 20:30
Mál á dagskrá

1. Logo
2. hópferð/hópferðir í sumar
3. skráning nýliða
4. skoðað möguleika á myndatöku fyrir félagsmenn til að setja á síðuna okkar.

Uppl. Sveppi 8997481/6648587
Freysi 8497104
3. maí 2007
Raftasýning í Borgarnesi 5.maí 2007
Ákveðið var á félagsfundi Skugga, 30.apríl, að fara saman á sýningu Raftanna í Borgarnesi laugardaginn 5.maí.

Lagt verður af stað frá Olísnesti klukkan 14 !!
2. maí 2007
1. Félagsfundur Skugga árið 2007
Fyrsti félagsfundur Skugga árið 2007 var haldinn á Mörkinni á Akranesi 30.apríl síðastliðinn. Ekki er hægt að tala um að færri hafi komist að en vildu!!
Sex gamlir félagar mættu og einn nýr sem skráði sig í klúbbinn á fundinum.

Ýmis mál voru rædd:

1. Félagsgjöld voru ákveðin 2000 krónur fyrir árið
2. Freyr B. Garðarsson var settur með Sverri í stjórn Skugga
3. Fundir verða áfram kl. 20:30 alla þriðjudaga á Mörkinni
4. Á næsta fundi verður rætt um logo og skipulag ferða í sumar
5. Ákveðið var að fara saman á sýningu Raftanna í Borgarnesi laugardaginn 5.maí ´07. Lagt verður af stað frá Olísnesti klukkan 14:00 !!
Fyrsti félagsfundur ársins 2007
Mæting er á Mörkinni Akranesi. klukkan 21:00 mánudaginn 30.apríl.

Nánari uppl hjá Sveppa í síma 6648587
Nú er komið að því að við hittumst og ræðum komandi sumar…
Allir áhugamenn um vélhjól velkomnir.

Fundarefni:
1. skipulag sumarsins 2007, (hugmyndir að ferðum í sumar)
2. logo fyrir félagið
3. félagsgjöld
4. innritun nýrra félaga
5. 1.maí ferð Sniglanna
1. mars 2007
Landsmót bifhjólafólks á Íslandi
Næsta sumar, helgina 6.-8.júlí verður landsmót bifhjólafólks haldið að Skúlagarði. Þetta verður 22. mótið sem haldið verður í óslitinni röð. Mótið hefur verið haldið víðsvegar um landið og höfum við ákveðið þá nýbreytni þetta árið að skýra mótið “Landsmót bifhjólafólks á Íslandi” Þetta er gert til að fá fleiri og fjölbreyttari hóp á landsmót. Mótið verður áfram haldið af Sniglum og í boði samtakanna.
Staðsetning þetta árið er valin að hluta til að fá cross og enduro fólk á svæðið, örstutt er í þeystarreykjasvæðið og auðvitað erum við öll í sama sporti. Markmiðið er að allir sem stunda hjólamennsku finnist þeir velkomnir á þetta stærsta mót ársins.
Nú þegar hef ég fengið fregnir af nokkrum sem eru búnir að skipuleggja ferð yfir hálendið að sunnan til að mæta á mótið. Meðal þess sem boðið er upp á er leikjadagskrá, böll, myndasýningar og margt fleira, einnig er súpa á föstudagskvöld og kvöldmatur á laugardagskvöld. Leikjadagskráinn verður með nýju sniði og verða þar til dæmis nýir leikir fyrir cross og endurohjól.
Allar hugmyndir, tillögur og spurningar eru velkomnar.

Kveðja
Landsmótsnefnd

Jóhann Freyr Jónsson
S:8663500
E-mail: joi@ic.is

Dagrún Jónsdóttir
S: 8217470
E-mail: harley1931@isl.is

Svandís Steingrímsdóttir
S: 8483078
E-mail: sallys@simnet.is
>
Fréttir 2007