Bifhjólafélagið Skuggarnir
Mótorhjólasafnið
Viðgerð á hjóli Bjarka Viðars
Bjarki Viðarsson, öðru nafni Badluck stóð heldur betur undir nafni þann 24.apríl 2007.
Vorum við tveir á ferð, sveppi og Badluck og vantaði okkur orðið eldsneyti á hjólin.
Skelltum við okkur á bensínstöð, og tók ég (sveppi) eldsneyti í ÓB en félagi minn Badluck hjá Olís, ekki í frásögu færandi nema að hjólið hans Badluck byrjaði að hiksta og láta illa fljótlega eftir eldsneytistökuna, og á endanum snarstoppaði hjólið og neitaði að fara aftur í gang.
Vildi svo til að við vorum staddir rétt hjá heimili félaga okkar, honum Freysa og hann að sjálsögðu heima, enda nýbúinn að eignast litla telpu (til hamingju Freysi).
Opnaði Freysi fyrir okkur skúrinn sinn og lánaði okkur flöskur, slöngu og önnur verkfæri sem okkur vanhagaði um.
Töppuðum við eldsneytinu af hjóli badluck, (var líklega meira vatn en bensín) allavega lítil sem engin lykt.
Sveppi skaust svo og verslaði bensín, (í Essó) tók það svo smá tíma að starta vatninu út af hjóli Badluck. En svo gekk það bara eins og nýtt..
Haft eftir badluck.... "versla ekki eldsneyti þarna aftur"... Hér eru svo nokkrar myndir úr skúrnum hjá Freysa.Myndasöfn